Monday, May 5, 2014

Nýtt og fínt fyrir sumarið

Ég fékk eina himnasendingu um daginn. Það voru fötin sem ég pantaði mér frá Victoria's Secret og Asos. Síðan var ég óþekk og verlsaði mér smá í Evu á Laugarveginum. Það er svo gaman að fá nokkur ''fersk'' föt í fataskápinn svona fyrir sumarið. Ég pantaði mér einnig bikiní sem þið getið séð í ''What I'm craving'' færslunni. Ég læt hér fylgja mynd af því sem ég pantaði mér og lýsingu að neðan.


- Bolakjóll: Þessi fíni sumarlegi kjóll fékk ég á Asos og er hann frá merkinu Ginger FIZZ. 
- Hvítir flatforms: Þessir æðislegu skór fékk ég einnig á Asos og eru þeir frá merkinu New Look.
- Snyrtitaska og nærföt: Þetta fékk ég allt frá Victoria's Secret. 
- Húfa: Frábær fyrir ''bad hair day''. Frá Asos.
- Varalitur, maskari og litað dagkrem: Þessi varalitur frá Asos er æði! Hann bæði mýkir varirnar og gefur náttúrulegan lit, frá merkinu Benefit. Maskarinn er einnig frá merkinu Benefit og var keyptur á Asos. Elska hann! Síðan var litaða dagkremið einnig keypt á Asos og er frá Nivea.
- Jakki: Þessi jakki fékk í í Evu á Laugarveginum. Hann er svo léttur og á sama tíma hlýr. Góður fyrir þessi svölu sumarkvöld.

No comments:

Post a Comment